VÍKINGA BÚSTAÐIR OG ÍBÚÐIR
VÍKINGA BÚSTAÐIR OG ÍBÚÐIR
Viking Cottages og íbúðir er stílhreinn og heimilislegur gististaður í Vaðlaheiði beint á móti Akureyri. Gististaðurinn er umkringdur fallegri náttúru með glæsilegu útsýni yfir Eyjafjörðinn. Mikið er af spennandi afþreygingum í nárgrenninu, en einnig tilvalið tækifæri til þess að njóta þagnarinnar og slaka á.
STAÐSESTNING
Viking Cottages and Apartments eru staðsett í fallegu og einangruðu íbúðarhverfi í Vaðlaheiði, í aðeins 7 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Staðsetningin býður upp á allt það besta á afskekktu svæði umkringd náttúrunni en þó í stuttri fjarlægð frá Akureyri þar sem þú getur notið lifandi bæjarlífsins með verslunum, kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Útsýnið er stórbrotið í allar áttir, yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. Á veturnar er hægt að njóta norðurljósanna og mögnuðu miðnæsturssólarlaginu á sumrin.
Náttúruperlur og afþreying
Staðsetningin býður upp á greiðan aðgang, ekki aðeins að miðbæ Akureyrar heldur einnig að áhugaverðum stöðum í umhverfinu. Þú getur farið í gönguferðir, gengið upp Súlur, eitt fjallanna fyrir ofan Akureyri, þú getur farið í daglegar hestaferðir eða miðnætursólarferð, heimsótt náttúrulega upphitaða sundlaug, farið á kajak eða á köfunarnámskeið. Nokkrir golfvellir eru í nágrenninu og bjóða 9-18 holur í töfrandi umhverfi. Á veturna er hægt að fara á skíði eða stunda gönguskíði á besta skíðasvæði landsins með frábæru útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. Þú getur jafnvel farið í hundasleða, farið á snjóskó eða gengið um ísinn. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.
Það er einnig mjög vinsælt að keyra veginn á fögru vesturströnd Eyjafjarðar, heimsækja stórbrotna fossa, Goðafoss og Dettifoss eða aðra stórbrotna náttúrustaði eins og Dimmuborgir, Mývatn og fara í hvalaskoðun á Húsavík. Einnig er mögulegt að fara í skipulagða dagsferð frá Akureyri til Grímsey, sem liggur þvert á heimskautsbaug.
It is also very popular to drive the road skirting the beautiful western shore of the Eyjafjordur, visit the magnificent waterfalls, Goðafoss and Dettifoss or other spectacular natural sites such as Dimmuborgir, Mývatn and go whale watching in Húsavík. It is also possible to take an organized day trip from Akureyri to the island of Grimsey, which straddles the Arctic Circle.
Við skipulagningu ferðarinnar á Norðurlandi mælum Viking Cottages and Apartments mjög með því að heimsækja vefsíðu My Visit – North. Það veitir gagnlegar upplýsingar um allar helstu náttúruperlur og afþreygingu á svæðinu, bestu veitingahúsin og aðra staði eða upplifanir sem ekki má missa af.
Fáðu ráð um bestu veitingastaði á svæðinu
Fáðu upplýsingar um afþreyingu á svæðinu
Kynntu þér náttúruperlur á svæðinu
Fáðu gagnlegar ábendingar um ferðalög, veðuröryggi og upplýsingamiðstöðvar ferðamanna.